Brauð ehf sérhæfir sig i að búa til afhendingarútgáfur sem skilað er til vörslustofnana. Við tökum aðeins við gögnum sem enginn hugbúnaðaraðili styður, eins og skráarkerfum, gagnagrunnum og kerfum sem framleiðandi hefur hætt að styðja af einhverjum ástæðum, er t.d. hættur rekstri.

Brjánn Fransson er framkvæmdarstjóri og stofnandi Brauðs ehf. Hann hefur frá árinu 2007- 2022 unnið sem kerfistjóri/forritari hjá Þjóðskjalasafn Íslands (ÞÍ). Hans aðalstarf var að sjá um og smíða gagnagrunnsvefi (manntal.is, salnaregistur.manntal .is, domabaekur.manntal.is og danarbu.skjalasafn.is), einnig hafði hann umsjón með geymsluskrá safnsins, staðsetningu pappírsskjala, stafrænni afritun og afgreiðslukerfi, ásamt birtingu á skjalaskránni á skjalaskrar.skjalasafn.is. Síðustu tvö árin hjá ÞÍ var hann aðstoðarmaður við uppsetningu og umsjón á viðtökuverkstæði ÞÍ fyrir rafræn gögn.
Netfang: brjann@braudehf.com

Benedikt Jónsson er vefstjóri fyrirtækisins. Hann vann um 20 ár hjá Þjóðskjalasafni Íslands og sinnir nú vefsíðugerð og ýmsu öðru í frístundum.
Netfang: benni51@gmail.com

Íris Dröfn Brjánsdóttir er landshornaflakkari, ferðamálafræðingur og bókari.
Netfang: fjarmal@braudehf.com

Hnoðri er aðstoðarköttur og lukkudýr fyrirtækisins. Hann hefur frá 2007 verið starfandi sem köttur fyrst í Grafarvogi og svo í 105 Reykjavík. Hans sérgrein er að labba yfir lyklaborð og borða harðfisk.
Netfang: Ekkert – kettir lesa ekki tölvupóst frekar en hundar.

Skvís hefur starfað sem hundur fá október 2021 fyrst í 105 Reykjavík og svo í Grafarvogi. Þrátt fyrir stuttan starfsaldur hefur henni tekist að bjarga vinnuveitendum sínum frá fjölda af ókunnugu fólki og frisbídiskum.
Netfang: Líkt og kettir þá nota þeir ekki tölvupóst.
