Hvað er skráarkerfi?
Skráarkerfi er safn skráa sem er raðað í möppur eftir ákveðnu kerfi. Þetta getur verið skrár á heimadrifi, sameiginlegu drifi eða einfaldlega skrár á persónulegum geymslumiðli (diskettum, geisladiskum, hörðum diski eða í skýjalausn). Tölvupóstur er líka skráarkerfi og hægt að taka hann með öðrum gögnum eða einan og sér.
Hvað er tekið?
Allar skráargerðir (file types) sem eru „document“ skráargerðir doc, exe, pdf, psd o.s.frv. eru teknar með í vörsluútgáfuna óháð í hvaða forriti þau voru búin til í, hvort sem það var MS Office, Open Office, Photoshop, WordPerfect eða eitthvað annað. Kerfisskrám, eins og exe, ini o.sfrv, er hins vegar sleppt. Gagnagrunnskrám, einsog MS-Access og Filemaker, er umbreytt á Excel form nema þær innihaldi venslaða grunna þ.e. tvær eða fleiri töflur sem tengdar eru saman með lykli.
Hvernig er það tekið?
Gerð afhendingarútgáfu á skráakerfi felur í sér að allar skrár sem hægt er að umbreyta á tiff form eru teknar og þeim umbreytt í tiff og hver skrá er færð í möppu. Lýsigögn (metadata) um skráarkerfið er svo gert skv. SiardDK staðli sem heldur utan um skráaruppbyggingu ásamt upplýsingum um innihald og fleira.
Hvað kostar þetta?
Viðmiðunarverð: 15.000 kr fyrir hvert GB, eða eftir samkomulagi.
Hvað er gagnagrunnur?
Gagnagrunnur er kerfi þar sem tvær eða fleiri töflur eru venslaðar saman með lykli og því er talað um venslaða gagnagrunna. Nokkrir framleiðendur gagnagrunnsforrita eru til, en þeir helstu eru MySQL, PostgreSQL, Oracle og MS-SQL. Gagnagrunnar geta verið miðlægir og hýstir á vefþjóni eða forrit á hörðum diski (desktop app) einsog Access eða Filemaker. Gagnagrunnskrám, eins,og MS-Access og Filemaker, er umbreytt á Excel form, nema þær innihaldi venslaðan grunn.
Hvernig er það tekið?
Yfirleitt þarf að skrá sig inn á gagnagrunn með notendanafni og lykilorði. Töfluskilgreiningar eru skráðar í xml í afhendingarútgáfunni og síðan eru gögnin skráð í aðra xml skrá skv. SiardDK staðli. Engar skrár eru teknar nema þær hafi verið skráðar inn í gagnagrunn með BLOB eða GLOB.
Hvað kostar þetta?
Viðmiðunarverð: 15.000 kr fyrir hverjar 10.000 færslur, eða eftir samkomulagi.
Hvað eru önnur kerfi?
Önnur kerfi geta verið málakerfi eða staðsetingarkerfi sem framleiðendur kerfisins eru hættir að styðja og búa því ekki til afhendingarútgáfur til. Yfirleit eru þetta kerfi með skrám og gagnagrunnum eða skrám og xml-skrám sem halda utan um skrár.
Hvað er tekið?
Allar skrár eru teknar og umbreytt í tiff utanumhald utan skrárnar hvort sem þær eru gerðar gegnum gagnagrunn eða xml-skrá eru umbreytt í xml á SiardDK staðli
Hvað kostar?
Tímagjald er 15.000 kr. fjöldi tíma eftir samkomulagi.
