Hugtök og skýringar

Get ég, sem einstaklingur, afhent skjalasafni tölvugögn mín til varðveislu?

Já, en fyrst þarft þú að hafa samband við það skjalasafn sem þú vilt skila gögnum til og það ákveður hvort það vilji taka við gögnunum. Brauð ehf getur hjálpað þér í þessu efni.

Þarf ég að greiða fyrir að skila inn tölvugögnum?

Þú þarft að bera kostnað við gerð afhendingarútgáfu. Þú getur gert hana sjálfur, haft samband við hugbúnaðarhús eða beðið Brauð ehf að ganga frá gögnunum fyrir þig með því að senda upplýsingar um skjölin, sjá eyðublað hér. Tímagjaldið er 15.000 kr, fyrir 1 GB af skrám, reiknast sem einn tími, en einnig er hægt að gera samkomulag um frágang.

Hvenær þarf að borga fyrir frágang?

Þegar gögnum hefur verið skilað og þau tekin inn á viðkomandi vitökuverkstæði, er sendur reikningur. Hámarkstími frá því að við tökum við gögnum og þau eru frágengin eru tveir mánuðir, nema um annað sé samið.

Hugtak á enskuHugtak á íslenskuSkýring
Submissive Information Package (SIP)Afhendingarútgáfa (SIP)Pakki sem skilað er inn til viðtökuverkstæðis. Pakkinn þarf að uppfylla skilyrði vörslustofnunar skv. afhendingarskilmálum.
Archival Information Package (AIP)Vörsluútgáfa (AIP)Pakki sem geymdur er hjá viðtökuverkstæði. Pakkinn er búin til úr afhendingarútgáfu. Hann getur verið eins og afhendingarútgáfan, eða búinn til úr mörgum afhendingarútgáfum eða ein afhendingarútgáfa skipt í margar.
Dissemination Information Package (DIP)Miðlunarútgáfa (DIP)Pakki sem er settur saman úr einni eða fleri vörsluútgáfum til miðlunar fyrir notanda.
Open Archive Information System (OIAS) referaece modelOAISMódel sem alþjóða geimvísindarannsóknarstofnunin hefur lagt til við langtímavarðveislu rafrænna gagna. Það hefur verið tekið upp af skjalasöfnum.
Holding agentVörslustofnunStofnun, oftast skjalasafn, sem tekur við og varðveitir skjöl.
Creator producerSkjalamyndariAðili sem býr til, þ.e. myndar, skjöl og er höfundur að þeim. Getur verið einstaklingur, fjölskylda, stofnun, félagasamtök eða fyrirtæki.
Reception workshopViðtökuverkstæðiFyrirtæki/stofnun sem tekur við rafrænum gögnum til langtímavarðveislu.
Reception workshopMóttökuverkstæðiFyrirtæki/stofnun sem tekur við rafrænum gögnum til langtímavarðveislu.
Delivery conditionsAfhendingarskilmálarSkilmálar sem settir eru fyrir gerð afhendingaútgáfu (SIP) sem skila á til vörslustofnunar.
Digital bornRafræn gögnÖll gögn sem eru búin til rafrænt í tölvu og eru ekki til á neinum öðrum miðli, e. „digital born“.
Eletronic archiving digital archiveingRafræn skjalavarslaKerfi sem heldur utan um rafræn skjöl skjalamyndara. Oftast er notað málakerfi (skjalavistunarkerfi).
File systemSkráakerfiSkráarkerfi er safn skráa sem er raðað í möppur eftir ákveðnu kerfi. Þetta geta verið skrár á heimadrifi, sameiginlegu drifi eða einfaldlega skrár á persónulegum geymslumiðli (diskettum, geisladiskum, hörðum diski eða í skýjalausn).
Database systemGagnagrunnskerfiGagnagrunnur er kerfi þar sem tvær eða fleiri töflur eru venslaðar saman með lykli og því er talað um venslaða gagnagrunna. Nokkrir framleiðendur gagnagrunnsforrita eru til og þeir helstu eru MySQL, PostgreSQL, Oracle og MS-SQL. Gagnagrunnar geta verið miðlægir og hýstir á vefþjóni, eða forrit á hörðum diski (desktop app), eins og Access eða Filemaker. Gagnagrunnskrám, eins og úr MS-Access og Filemaker, er umbreytt á Excel form, nema þær innihaldi venslaðan grunn.
Extensible Markup LanguageXMLXML er gagnasnið, ætlað til geymslu, flutnings og endurgerðar á gögnum, m.a. lýsigögnum.
Software Independent Archiving of Relational Databases 2.2SIARD 2.2XMl gagnasnið til að geyma, flytja eða endurgera gagnagrunna, óháð því kerfi sem þeir voru búnir til með.
Software Independent Archiving of Relational Databases DenmarkSIARDDKDönsk útgáfa af SIARD.
InnihaldVefsíða
Open Archive Information System (OIAS) reference modelhttp://www.oais.info/
The Digital Information LifeCycle Interoperability Standards Boardhttps://dilcis.eu/
Scroll to Top